Real mörðu nafna sína í Valla­dolid | At­letico gerði marka­laust jafn­tefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinicius Junior fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum Marco Asensio og Marcelo.
Vinicius Junior fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum Marco Asensio og Marcelo. Burak Akbulut/Getty Images

Spánarmeistarar Real Madrid mörðu nafna sína í Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld með einu marki gegn engu. Þá gerðu Atletico Madrid markalaust jafntefli á útivelli gegn Huesca.

Real Madrid hefur byrjað tímabilið frekar rólega og hélt það áfram í kvöld þó liðið hafi landað sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá sá Vinicius Junior til þess að meistararnir færu heim með stigin þrjú er hann skoraði eina mark leiksins á 65. mínutu.

Lokatölur 1-0 og Real því með sjö stig að loknum þremur umferðum. Þó Real hafi byrjað tímabilið rólega er það samt sem áður taplaust. 

Fyrr í dag gerðu nágrannar Real í Atletico markalaust jafntefli við Huesca en eftir að hafa unnið Granada 6-1 í síðustu umferð var reiknað með annarri flugeldasýningu. Hún kom ekki og Atletico því með fjögur stig eftir tvo leiki. 

Tveir aðrir leikir voru í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Villareal vann 3-1 sigur á Deportivo Alaves. Þá vann Elche 1-0 útisigur á Eibar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira