Sport

Allt að níu smit í her­búðum Tennes­see Titans | Min­nesota Vikings einnig í sótt­kví

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leiknum á sunnudag.
Úr leiknum á sunnudag. Stephen Maturen/Getty Images

Tennessee Titans og Minnesota Vikings í NFL-deildinni í Bandaríkinni hafa frestað æfingum næstu daga eftir að fjöldi kórónusmita kom upp eftir leik liðanna á sunnudaginn var. Titans vann leikinn en um hörkuleik var að ræða, lokatölur 31-30.

Alls eru fjórir leikmenn Titans smitaðir sem og fimm starfsmenn félagsins. Leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers hefur verið frestað en hann átti að fara fram á sunnudag. Minnesota Vikings taka enga óþarfa áhættu og hafa frestað öllum æfingum og fundum út vikuna.

Titans eiga enn eftir að staðfesta hvort um smit sé að ræða en í ágúst greindust alls 77 leikmenn í 11 leiðum með Covid-19. Í öllum tilvikum var um ranga niðurstöðu að ræða og þegar sýnin voru rannsökuð á nýjan leik reyndust þau öll neikvæð.

Steelers og Titans hafa ekki enn tapað leik þegar bæði lið hafa leikið þrjá leiki. Það stefnir því í góðan leik, hvenær svo sem hann fer fram.

CBSSports greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×