Fótbolti

Hazard fer ekki til Íslands

Sindri Sverrisson skrifar
Eden Hazard skoraði úr vítaspyrnu síðast þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, haustið 2018. Hann kemur ekki til Íslands að þessu sinni, vegna meiðsla.
Eden Hazard skoraði úr vítaspyrnu síðast þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, haustið 2018. Hann kemur ekki til Íslands að þessu sinni, vegna meiðsla. vísir/getty

Roberto Martinez hefur valið 33 leikmenn í belgíska landsliðshópinn fyrir leikina við Ísland, England og Fílabeinsströndina í þessum mánuði.

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, var valinn í hópinn en verður ekki með vegna meiðsla. Samkvæmt spænska blaðinu Marca má ætla að hann verði frá keppni í 3-4 vikur sem þýðir að hann gæti einnig misst af El Clasico sem fram fer eftir þrjár og hálfa viku.

Aðrar helstu stjörnur Belga fara væntanlega með til Íslands, menn á borð við Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku. Maðurinn sem skorar alltaf gegn Íslandi, Michy Batshuayi, er einnig í hópnum.

Martinez valdi stóran hóp og meðal annars fimm nýliða. Belgía mætir Fílabeinsströndinni í vináttulandsleik, á meðan að Ísland spilar við Rúmeníu í EM-umspilinu. Belgar spila svo við Englendinga og Íslendinga á útivelli í Þjóðadeildinni, en leikur Íslands og Belgíu fer fram 14. október.

Nýliðarnir eru þeir Sebastiaan Bornauw, Joris Kayembe, Dodi Lukebakio, Alexis Saelemaekers og Zinho Vanheusden.

Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn verður tilkynntur á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×