Erlent

Erdogan hvetur til snið­göngu og kallar Macron fas­ista

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Það er óhætt að segja að það andi ísköldu á milli forseta Tyrklands og Frakklands þessa dagana.
Það er óhætt að segja að það andi ísköldu á milli forseta Tyrklands og Frakklands þessa dagana. AP/Michael Sohn

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 

Tyrkinn hefur átt í hörðum deilum við Emmanuel Macron Frakklandsforseta undanfarna daga. Ríkisstjórn Macron stefnir nú meðal annars að því að auka eftirlit með moskum í landinu eftir morð á kennara í París á dögunum. 

Fleiri múslimaríki hafa fordæmt aðgerðir Frakka en Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Frakklandsstjórn kúgaði múslima og kallaði evrópska leiðtoga fasista.


Tengdar fréttir

Múslimar víða reiðir Macron

Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði.

Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd

Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi.

Birti myndir af af­höfðuðu líkinu á Twitter

Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×