Innlent

Miklar tafir á umferð vegna malbikunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eins og sjá má eru nokkrar tafir á umferð í suðurátt vegna malbikunar í dag.
Eins og sjá má eru nokkrar tafir á umferð í suðurátt vegna malbikunar í dag. Vísir/Vilhelm

Töluverðar tafir hafa verið á umferð þar sem Sæbraut tengist við Reykjanesbraut í höfuðborginni í dag. Verið er að fræsa og malbika akrein á Reykjanesbrautinni í suðurátt á vegarkaflanum frá Miklubraut upp að Stekkjarbakka.

Vegavinnumenn við malbikun.Vísir/Vilhelm

Framkvæmdir halda áfram á morgun en þá stendur til að fræsa og malbika hinar tvær akgreinarnar. Akreinunum verður lokað á meðan framkvæmdum stendur ásamt rampi frá Miklubraut til suðurs og beygjuakrein inn á Bústaðaveg að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×