Erlent

Börn á meðal hinna látnu eftir árás í Peshawar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Börn er á meðal þeirra sem létu lífið í árásinni á skólann. 
Börn er á meðal þeirra sem létu lífið í árásinni á skólann.  Hussain Ali/Getty Images

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að öflug sprengja sprakk í trúarlegum skóla í Pakistan í nótt. Börn á breiðu aldursbili eru á meðal hinna látnu að því er segir í umfjöllun BBC um málið en tugir fleiri eru sárir. 

Árásin var gerð í norðurhluta landsins, í borginni Peshawar og enginn hópur eða samtök hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér. 

Mikil ólga hefur verið í Peshawar síðustu ár en þar eru Talíbanar atkvæðamiklir. Fyrir sex árum réðust vopnaðir menn inn í herskóla í borginni og myrtu 150 manns, og þar af fjölda barna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×