Sport

Sænsk sundstjarna óttast meira svindl í skjóli COVID-19

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sarah Sjöström er sundkona í fremstu röð og hefur synt hraðar en allar sundkonur sögunnar í fimm greinum,
Sarah Sjöström er sundkona í fremstu röð og hefur synt hraðar en allar sundkonur sögunnar í fimm greinum, EPA-EFE/PATRICK B. KRAEMER

Sænska sundkonan Sarah Sjöström er margfaldur heimsmeistari og heimsmethafi en hún hefur meiri áhyggjur af því sem er að gerast bak við tjöldin en hvenær keppni geti hafist á ný.

Sarah Sjöström á fimm gildandi heimsmet í skriðsundi og flugsundi og hún varð fyrsta sænska sundkonan sem verður Ólympíumeistari. Sjöström ætlaði sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í sumar eftir gott gengi síðustu ár.

Þegar Sarah Sjöström var spurð að því hvernig væri að halda dampi í æfingum þegar svo mikil óvissa er um hvenær hægt verður að keppa á nýjan leik.

„Það eina sem dregur úr mér kraft og einbeitingu við æfingarnar er sú tilhugsun að þessar aðstæður gætu aukið ólöglega lyfjanotkun,“ sagði Sarah Sjöström í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter.

„Auðvitað hefur maður miklar áhyggjur af því að nú sé auðveldara um vik fyrir þá sem vilja svindla. Það var eitt af því fyrsta sem ég hugsaði um þegar löndin fóru að leggja hömlur á íbúa sína,“ sagði Sjöström.

Sarah Sjöström vann gull, silfur og brons á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 en hún hefur alls orðið heimsmeistari ellefu sinnum og Evrópumeistari 22 sinnum á sínum ferli bæði í 25 og 50 metra laug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×