Ísland í dag - Það á ekki að vera tabú að slíta tengsl við foreldra sína

Anna Katrín Snorradóttir ákvað á fullorðinsárum að slíta tengsl við foreldra sína, ákvörðun sem hún segir að hafi vakið undrun sumra og jafnvel hneykslan. Hún segir mikilvægt að opna umræðuna um málefnið og að fólk beri virðingu fyrir slíkum ákvörðunum enda séu þær ekki teknar af léttúð. Anna Katrín var misnotuð af lögmanninum Róbert Downey á unglingsárum og tók virkan þátt í “Höfum hátt” átakinu. Hún segir það tvískinnung að henni hafi verið hælt fyrir að segja frá kynferðisofbeldinu, en þegar kom að ofbeldi innan veggja æskuheimilisins hafi fólk bent henni á að réttast væri að hafa ekki hátt um það.

9100
12:51

Vinsælt í flokknum Ísland í dag