Gauragangur - sýnishorn 2

Vísir frumsýnir hér annað sýnishornið úr kvikmyndinni Gauragangur sem verður frumsýnd 26. desember næstkomandi.

Gauragangur er byggð á metsölubók Ólafs Hauks Símonarsonar og segir frá sjálfskipaða snillingnum Ormi Óðinssyni sem glímir við unglingsárin og ástina. Þetta er síðasta árið í gaggó og samræmdu prófin eru handan við hornið. Árið er 1979 og Ormur hefur engan áhuga á prófum eða neinu sem viðkemur skólanum. Það er svo margt annað í gangi: gullgerð, djamm, vinirnir og jú helvítis ástin.

Með hlutverk Orms fer Alexander Brim. Með önnur hlutverk fara Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir, Atli Óskar Fjalarsson, Sigurbjartur Atlason, Steinn Ármann Magnússon og Edda Arnljótsdóttir. Leikstjóri myndarinnar er Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri Astrópíu. Framleiðandi er Zik Zak kvikmyndir.

Kíkið endilega á Facebook-síðu Gauragangs þar sem verður mikið fjör næstu vikurnar.

21478
02:16

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir