Ísland í dag - Gifti sig í fangelsi

„Ég er búin að kosta samfélagið 400 milljónir“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu en hann sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð.

5418
13:08

Vinsælt í flokknum Ísland í dag