Ísland í dag - Hlegið að henni sem innflytjanda, í dag kvikmyndastjarna!

Donna Cruz kom til Íslands fjögurra ára með foreldrum sínum frá Filippseyjum. Hún varð fyrir miklu aðkasti og einelti sem krakki af erlendum uppruna í skólanum og stundum hreinlega henti hún nesti sínu í ruslið af skömm því henni var strítt svo mikið og kölluð öllum illum nöfnum. Og Donna hefur verið opinská og einlæg og sagt frá því meðal annars hvernig hún kljáðist við þunglyndi sem unglingur og reyndi að fyrirfara sér. En Donna snýr öllu neikvæðu í jákvætt og í dag er hún háskólanemi og samfélagsmiðlastjarna og nú nýlega einnig kvikmyndastjarna þar sem hún hefur alveg slegið í gegn í íslensku kvikmyndinni Agnes Joy! Vala Matt fór í Íslandi í dag og heimsótti þessa flottu ungu konu sem aldrei gefst upp, lætur ekkert stoppa sig og lætur draumana rætast.

8789
11:16

Vinsælt í flokknum Ísland í dag