Einhleypan

Fréttamynd

Á golfsett en bíður eftir réttum kennara

Líney Sif Sandholt starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að reka hreingerningafyrirtækið LS-þrif. Hún lýsir sjálfri sér sem þrjóskri, metnaðarfullri og jákvæðri konu sem elskar að ferðast og skapa minningar með börnunum sínum tveimur.

Makamál
Fréttamynd

Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann

Athafnakonan, förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir er búsett í Miami í Bandaríkjunum. Hún horfir björtum augum á framtíðina ætlar sér að verða fyrsta íslenska konan sem kemst á lista Forbes.

Makamál
Fréttamynd

Góður dansari og á­gætis kokkur

Tinna Aðalbjörnsdóttir er jákvæð, glaðlynd og húmorísk kona frá Hnífsdal. Hún starfar sem umboðsmaður hjá umboðsskrifstofunni Ey agency og segist spennt fyrir framtíð ört stækkandi fyrirtækis.

Makamál
Fréttamynd

Búin að hugsa mikið um skyldu­bundna gagn­kyn­hneigð

„Ég er búin að vera að hugsa mikið um ástina og sambönd. Skyldubundna gagnkynhneigð, hvernig samfélagið er hannað í kringum fólk af gagnstæðu kyni í parasambandi, sem eignast börn og hús. Það er alveg mjög áhugavert að verða þrítug á Íslandi og vera ekki í þessum pakka,“ segir Lóa Björk Björnsdóttir, útvarpskona á Rás 1 og sviðslistakona. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég er svaka­lega ein­hleyp en hef gift marga“

Hin 27 ára Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi, lýsir sér sem skemmtilegri stemmningskonu og sveitatúttu sem er hugfangin af pólitík.

Makamál
Fréttamynd

„Er al­mennt frekar nægju­söm týpa“

Hin 29 ára Katrín Ósk Ásgeirsdóttir lýsir sjálfri sem ævintýragjarnri stemningskonu með stórt hjarta sem nýtur sín best í faðmi fjölskyldu og vina. Hún segist heillast að húmor og heiðarleika í fari anarra en er snúin við á punktinum ef hroki og stælar eru annars vegar.

Makamál
Fréttamynd

Fyndin, fiðrildi og flug­freyja

Flugfreyjan Anna Guðný Ingvarsdóttir lýsir sjálfri sér sem fiðrildi, stemmningskonu með stórt hjarta sem elskar ferðalög, tísku og allt sem viðkemur húðumhirðu og förðun.

Makamál
Fréttamynd

„Fal­leg, flug­gáfuð og fá­rán­lega fyndin“

Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk.

Makamál
Fréttamynd

„Sniðug, opin, klár og heit“

Hin lífsglaða stemmningskona, Valgerður Anna Einarsdóttir eða Vala, er þrítug kona sem elskar stemmningu og stuð. Hún lýsir sér sem lífskúnstner með breytt áhugasvið. 

Makamál
Fréttamynd

Einhleypan: Með meistaragráðu í að njóta lífsins

Kolbrún Ásta Bjarnadóttir starfar sem flugfreyja hjá Play og segist elska starfið og ævintýrin sem því fylgir. Hún lýsir sjálfri sér sem jákvæðri, opinni og hugmyndaríkri konu sem er með meistaragráðu í að njóta lífsins.  

Makamál
Fréttamynd

Ein­hleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum

Listakonan S. Tinna Miljevic lýsir sjálfri sér sem ósýnilegum krafti á bakvið tjöldin. Þökk sé stóru systur sinni, Evu Ruzu Miljevic, skemmtikrafti býr Tinna þó ekki yfir neinum leyndum hæfileikum þar sem Eva er ófeimin að sýna frá þeim listaverkum sem Tinnu tekst að skapa. Hvort sem snýr að bakstri eða breyta Evu í fjölbreyttar fígúrur.

Makamál
Fréttamynd

Redda mér yfir­leitt með raulinu

Tómas Oddur Eiríksson jógakennari og dans þerapisti lýsir sjálfum sér sem góðri blöndu af landafræðinörda, heimsspekifræðingi og áhugamanni um stjarneðlisfræði. Þrátt fyrir framandi áhugamál er Tómas Oddur vel jarðtengdur en hann segist vera minnst þrettán komma átta milljarðar ára í anda. 

Makamál
Fréttamynd

Einhleypan: Á eingöngu eftir að kaupa sér glæsihöll og snekkju

Ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún er nú búsett í Búlgaríu þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leikkona. Nýjasta verkefni hennar, og jafn framt stærsta sem leikkona er að fara með aðalhlutverkið í ítalskri kvikmynd undir leikstjórn Lor­enzo Faccend. Kvikmyndin er tekin upp í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ásdís fer með hlutverk hjákonu auðugs manns og hún lýsir því sem draumaverkefni.

Makamál
Fréttamynd

Ein­hleypan: Heillast af húmor, heiðar­leika og opnum hug

„Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 

Makamál