Verslun

Fréttamynd

Tók á sig hlut­a af verð­hækk­un­um „til að við­hald­a styrk vör­u­merkj­ann­a“

Framlegðarhlutfall Nathan & Olsen, einnar stærstu heildsölu landsins, dróst saman á milli ára þrátt fyrir tekjuaukningu sem var lítillega meiri en ársverðbólga. Forstjóri 1912, móðurfélags heildsölunnar, segir fyrirtækið hafa tekið á sig hluta af verðhækkunum en ekki fleytt þeim áfram að fullu til viðskiptavina í ljósi mikillar samkeppni og til að tryggja eftirspurn eftir vörunum. „Það er komin meiri ró á markaðinn eftir tvö ótrúleg ár sem einkenndust af miklum verðhækkunum og bjartari horfur í rekstri í ár,“ útskýrir hann.

Innherji
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra lét bændur heyra það

Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum.

Innlent
Fréttamynd

Krónan brást strax við

Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður.

Skoðun
Fréttamynd

Sendi fjöl­skyldu sína úr landi af ótta við stungu­manninn

Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót hjá Huga og Ás­dísi Rögnu

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir og Hugi Halldórsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Ásdís hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna og Hugi hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra vildarkerfis Samkaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bændur bora í nefið eftir lokun

Skellt var í lás klukkan 18:00 í dag í versluninni Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir fullt og allt. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu segjast vera mjög leiðir að hafa enga verslun lengur og hvað þá heimamenn í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Innlent
Fréttamynd

Slíta samningi við Wok On

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar Blush-verslun á Akur­eyri

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, hyggst opna kynlífstækjaverslun á Akureyri á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á Glerártorgi en þó í svolitlu næði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Há­vaxnasti maður landsins loksins í al­menni­legu rúmi

Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð.

Lífið
Fréttamynd

Hag­vöxtur 4,1 prósent í fyrra

Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ók bíl inn í verslun í Vest­manna­eyjum

„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Noona kaupir SalesCloud

Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kalli í Pelsinum látinn

Athafnamaðurinn Karl J. Stein­gríms­son er látinn. Karl, sem var gjarnan kenndur við verslunina Pelsinn, lést síðastliðinn fimmtudag, 22. febrúar, 76 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Ekki til­búin að sleppa taki af Kola­portinu

Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði

Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur.

Innlent