Skoðun

Hverju skilar góð­gerðar­tón­listin?

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Mér skilst að nú sé verið að safna fyrir nýjum bíl handa Emmsjé Gauta. Það er svo sem ekki vitlausara en þegar samfélagið lagðist hér á hliðina á sínum tíma svo kaupa mætti fiðlu en hið fyrrnefnda er þó sagt í gríni og ætlað að afla fé fyrir Barnaspítala Hringsins.

Skoðun

Einmanaleiki er vandamál

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Í dag er geðheil­brigðisþing og á þessu sérstaka ári og komandi ári verðum við að beina kastljósi að líðan fólks. Ef það er ekki gert munum við eiga erfiðara með að standa undir þeim verkefnum sem árið hefur fært okkur. Ef við hugum ekki að andlegri heilsu okkar mun það taka okkur lengri tíma að koma okkur í eðlilegan farveg eftir heimsfaraldurinn.

Skoðun

Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp.

Skoðun

Fræðsla lög­reglu­manna um haturs­glæpi

Eyrún Eyþórsdóttir og Soffía Waag Árnadóttir skrifa

Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum.

Skoðun

Tæki­færi ferða­þjónustu í há­lendis­þjóð­garði

Edward H. Huijbens skrifar

Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða.

Skoðun

Raddir okkar skipta máli

Jenný Jóakimsdóttir skrifar

Leit tískuiðnaðarins að lægsta verðinu kostar mikið hvað varðar heilsufar og jafnvel líf starfsmanna. Þúsundir hafa látist í verksmiðjubrennum. Aðrar hættur eins og notkun hættulegra efna, hávaði, hiti og slæm loftræsting leynast víða.

Skoðun

Hinn grenjandi minni­hluti

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins.

Skoðun

Ferða­þjónustan föst í ruglinu?

Guðbjörg Kristmundsdóttir skrifar

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku.

Skoðun

Nei­kvæð á­hrif há­lendis­þjóð­garðs á ferða­þjónustu

Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar

Í umræðu um stofnun hálendisþjóðgarðs er mikið rætt um ávinning af stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu og aðdráttarafl hans fyrir ferðaþjónustu. Þá hefur það einnig verið látið í veðri vaka að stofnun hálendisþjóðgarðs sé grundvöllur þess að koma ferðaþjónustunni í gang hér á landi eftir Covid.

Skoðun

Tölum saman – á Akureyri

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar

Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman!

Skoðun

Lífið með þjóð­garði

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar

Fyrir daga Vatnajökulsþjóðgarðs voru þegar margir ferðamenn sem lögðu leið sína um hin víðáttumiklu afréttarlönd Skaftárhrepps. Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri liggja báðar um Skaftártungu og aðgengi því gott að náttúruperlum vestan Skaftár, svo sem Eldgjá og Langasjó, og Lakasvæðið dró að ferðamenn um fjallvegi austan hennar.

Skoðun

„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“

Baldur Borgþórsson skrifar

Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu.

Skoðun

Mikil­vægu verk­efnin fram­undan

Arnar Páll Guðmundsson skrifar

Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir.

Skoðun

Niður­skurðar­krafan og fólkið í fram­línu

Sandra B. Franks skrifar

Það eru kaldar kveðjur sem fólkið í framlínu heilbrigðiskerfisins fær þegar hillir loks undir lok þriðju bylgju veirufaraldursins. Eftir langvarandi álag og ótrúlegar fórnir þakka stjórnvöld starfsmönnum fyrir vel unnin störf með því að setja enn einu sinni fram kröfur um aðhald og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun

Sjúkra­þjálfun eldri borgara - Ég var í þrísetnum barna­skóla

Jakobína Sigurðardóttir skrifar

„Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara.

Skoðun

Al­þingi og utan­ríkis­málin

Kristján Guy Burgess skrifar

Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar.

Skoðun

Hvernig mælum við kaup­mátt?

Stefán Sveinbjörnsson skrifar

Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019.

Skoðun

„Ég man, ég sagði nei“

Ásthildur Mía Ásmundardóttir skrifar

Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi.

Skoðun

Útgöngubann – aldrei án aðkomu Alþingis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum.

Skoðun

Fyrsta skóla­stigið en ekki þjónustu­stigið

Haraldur Freyr Gíslason skrifar

Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna.

Skoðun

Er hægt að af­nema sjálfs­á­kvörðunar­rétt Ís­lands að þjóða­rétti?

Bragi Þór Thoroddsen skrifar

Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja.

Skoðun