Tónlist

Fékk beinan stuðning frá Spotify

Rapparinn Emmsjé Gauti trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með ástarlagið Klisja. Í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert var svo tónlistarmaðurinn Magnús Gunn mættur með nýjasta lagið sitt „I’ll Be Alright“ en lagið lenti inn á vinsælum lagalista hjá streymisveitunni Spotify.

Tónlist

Notar tónlistina til að skilja sjálfa sig

Nína Solveig Andersen er 20 ára gömul tónlistarkona sem notast við listamannsnafnið Lúpína. Hún var að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu sem ber heitið Ringluð og samdi lögin út frá persónulegum lífsreynslum sem aðstoða hana við að skilja tilfinningarnar sínar betur.

Tónlist

Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi

Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 

Tónlist

Ís­land með stór­­leik í er­­lendum tón­listar­­mynd­böndum

Hvað eiga Justin Bieber, Avril Lavigne, Take That, Bon Iver, Alice DeeJay og David Guetta sameiginlegt? Eflaust getur ýmislegt komið upp í hugann en hvort sem það er að taka sundsprett í Jökulsárlóni eða ráfa um Reynisfjöru þá hafa þessar stjörnur tónlistarheimsins haft áhuga á því að tengja tónlist sína við íslensku náttúruna.

Tónlist

Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA

Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun.

Tónlist

Tólf hundruð eldri borgarar mættu á general­prufu

Árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófu göngu sína í kvöld en fjórir tónleikar fara fram þetta árið. Tónleikarnir hafa verið haldnir síðan árið 1972. Hefð hefur skapast fyrir því að bjóða eldri borgurum á generalprufu tónleikanna.

Tónlist

„Alltaf upp á líf og dauða“

Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram.

Tónlist

Lög ársins 2022 að mati Loga Pedro

Frumlegheit og fjölbreytni réðu ríkjum í tónlistarheiminum árið 2022 ef marka má ýmsa álitsgjafa sem Lífið á Vísi hefur rætt við. Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro er meðal þeirra en hér fyrir neðan deilir hann því sem honum fannst standa upp úr í tónlistinni frá árinu sem er að líða.

Tónlist

Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu

Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu.

Tónlist

Fjölbreyttur hópur íslenskra tónlistarkvenna í uppáhaldi

Tónlistarárið 2022 var viðburðaríkt og fjölbreytt og eflaust voru ótal margir sem nutu þess til hins ítrasta að geta upplifað tónleika í margmenni á ný. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist

Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022

Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist

Með­limur BTS hefur her­þjálfun

Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar.

Tónlist