Viðskipti innlent

Innkalla sólþurrkaða tómata

Samkaup hefur ákveðið að innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop eftir að Matmælastofnun barst tilkynning frá neytanda um að aðskoðahlutur, trúlega glerbrot, hafi fundust í krukku.

Viðskipti innlent

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Verðkönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að verðmunur milli verslana á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn getur numið allt að 26 prósentum. Algengt verð á töskunum um og yfir 20 þúsund krónur. Misjafnt hversu mikið börnin þurfa að bera í töskunum milli heimilis og skóla. Ódýrari valkostir í boði.

Viðskipti innlent

Hlutafjáraukning hjá Wow Air

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé.

Viðskipti innlent

Skortur á sól dregur úr áfengissölu hjá ÁTVR

Ætla má að sólin, eða skortur á henni, hafi áhrif á áfengisneyslu Íslendinga miðað við tölur frá ÁTVR. Salan á áfengi í júlímánuði dróst saman um 4 prósent frá sama mánuði í fyrra, á sama tíma og sólskinsstundirnar voru um 50 prósent færri og meðalhiti einni gráðu lægri í Reykjavík.

Viðskipti innlent

Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna

Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust.

Viðskipti innlent