Viðskipti innlent

Gaumur vanmetinn í sameiningu

Rannsókn Skattrannsóknastjóra á Baugi, beinist að því hvort Gaumur, sem átti helming í Bónus og Hagkaupum, og sameiginlegt innkaupafyrirtæki Bónus og Hagkaupa, hafi verið vanmetin þegar þau voru sameinuð með stofnun Baugs árið 1998. Fréttablaðið telur sig hafa heimildi rfyrir þessu en bæði lögmaður Baugs og Skattrannsóknastjóri verjast allra frétta af málinu á meðan það er á þessu stigi. Hafi fyrirtækin verið vanmetin hafa opinber gjöld væntanlega verið vantalin i kjölfarið. Baugur hefur frest til 25. júni til að gera athugasemdir við skýrslu Ríkisskattstjóra, en að þvi búnu gæti málinu lokið með endurálagningu, eða verið sent áfram til yfirskattanefndar eða lögreglu, ef brotin eru talin alvarleg. Ef til endurálagningar kæmi, upphæðin orðið veruleg þar sem velta Baugs á fimm ára rannsóknatímabilinu nemur 150 milljörðum króna. Rannsókn Ríkislögreglustjóra á Baugi, sem enn stendur, hófst hinsvegar eftir að Jón Gerald Sullenberger í Bandaríkjunum sagði lögrelgunni að hluti greiðslna BAugs til fyrirtækis hans vestra, hefði farið í að kaupa og reka listisnekkju vestra. Það hefði hugsanlega verið skattamisferli, og leilddi það. til þess að lögregla lét skattayfirvöld vita. Hvað sem rannsókn á því tiltekna atriði líður, hefur lögreglan verið að kanna einhverja aðra þætti í rekstri Baugs, en ekkert liggur fyrir um hvenær þeirri rannsókn lýkur eða hvað kann að koma út úr henni.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×