Tíska og hönnun

Gömul sjúkrahúsnærföt endurnýjuð

Bestu kaupin sem ég hef gert voru tvímælalaust í saumastofu sem ég keypti á Húsavík í fyrra með Bylgju vinkonu minni sem er klæðskeri í Skagafirði. Saumastofan framleiddi sjúkrahúsnærföt og sloppa og við vildum endilega nýta lagerinn og gera eitthvað spennandi úr honum. Úr varð að við lituðum bolina og lituðum og bróderuðum nærbuxurnar og gáfum þannig þessum sígildu sjúkrahúsnærfötum alveg nýja vídd. Þessar stöndugu sjúkrahúsnærbuxur settum við til höfuðs g-strengnum og vildum gefa konum og stúlkum tækifæri til að vera í fallegum og öðruvísi nærfatnaði án þess að finna verulega fyrir því. Þessi nærföt hafa mælst vel fyrir, einkum hjá ungu kynslóðinni sem er ekki of hrifin af óþægilegum g-strengnum. Bolirnir sem við keyptum kveiktu hjá mér áhuga á ýmiskonar bolum og hönnun á þeim sem hefði kannsi aldrei gerst ef ég hefði ekki gert þessi geysigóðu kaup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×