Viðskipti innlent

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra lána frá og með deginum í dag. Hækkunin kemur í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta. Vextir óverðtryggðra útlána hækka almennt um 0,45 prósent; þannig hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 7,95 prósentum í 8,40 prósent. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,30 prósent eftir innlánsformum. Bankinn breytir ekki að sinni vöxtum verðtryggðra inn- og útlána, þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa húsbréfa hafi hækkað mikið nýlega.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×