Viðskipti innlent

Óvenjulegt ástand í hagkerfinu

"Íslenska hagkerfið byrjaði mjög snöggt að taka við sér á seinni hluta síðasta árs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. "Þetta er mjög óvenjulegt ástand sem kemur upp í kjölfar þess." Tryggvi Þór bendir á mikla aukningu einkaneyslu og fjárfestingar, aðallega vegna stóriðjuframkvæmda. "Einkaneysla eykst vegna væntinga um betri tíð og mikinn hagvöxt, ekki síst vegna framkvæmda á Austurlandi," segir Tryggvi. "Þessi spenna gerir það að verkum að þrýstingur myndast á verðlagið í landinu og verðbólgan fer af stað."




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×