Viðskipti innlent

Áhugi á íslenskum lófatölvum

Lófatölvufyrirtækið Handpoint á í viðræðum við stórt erlent flugfélag og þjónustufyrirtæki við flugfélög um sölu á þráðlausu búðarkassakerfi. Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint vill ekki greina nánar frá viðræðunum. Hins vegar muni slíkur samningur verða fyrirtækinu mikil lyftistöng. Búnaður Handpoint er nú í notkun í Levi's búðinni á Oxfordstreet og vonir standa til að sölukeðja Levi's í Bretlandi muni notast við lausnir Handpoint. Fyrirtækið framleiðir nú eigin lófatölvur, auk hugbúnaðarlausna fyrir verslunarfyrirtæki. Fleiri erlend fyrirtæki eru að skoða kaup á lausnum Handpoint meðal annars stærsta matvörukeðja Dana, Dansk Supermarked sem rekur 1.700 búðir.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×