Menning

Bensínstöðvakjöt á grillið

Eins og oft vill verða á ferðalögum er verslað í næstu sjoppu þegar hungrið fer að segja til sín. Ef sólin skín er tilvalið að kaupa sér einnota grill og stökkva út í næsta móa. Úrvalið í þjóðvegaverslunum landsins er misjafnlega mikið en til að bæta upp óspennandi kjötmeti má notast við ágætis úrræði. Góður ostur, s.s. camembert, piparostur eða gráðostur getur breytt máltíðinni í herramannsmat. Vefjið kótelletum utan um ostbita og lokið þeim með tannstönglum. Með einu handtaki er kominn ostafylltur grillmatur sem ekki kallar á sósu eða aðra bragðbætingu. Svo má þróa hugmyndina og fylla sneiðarnar með grænmeti, kryddjurtum eða hvítlauk auk ostinum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×