Menning

Golfinn hlaut tólf stjörnur

Nýjustu niðurstöður úr Euro NCAP lágu fyrir í vikunni. Samkvæmt þeim er nýr Volkswagen Golf öruggasti bíllinn sem prufaður hefur veið í árekstrarprófununum Euro NCAP. Enginn annar fólksbíll hefur náð jafngóðri heildarniðurstöðu varðandi kröfur um öryggi í árekstri, vernd fótgangandi og vernd barna. Nýi Golfinn fékk fimm stjörnur, hæstu mögulegu einkunn, fyrir vernd farþega í prófunum á hliðarárekstrum og ákeyrslum. Tólf bílar voru prófaðir í vor og nýi Golfinn fékk einn bíla fjórar stjörnur fyrir vernd barna og þrjár stjörnur fyrir vernd fótgangandi. Golfinn fékk alls tólf stjörnur en enginn annar bíll náði þeim árangri. Þennan góða árangur má þakka sérstaklega vel styrktu farþegarými og mjög skilvirkum verndar- og neyðarkerfum. Golf fékk fullt hús stiga fyrir vernd barna vegna Isofix-festipunkta í barnasætinu og efri sætisólar í því. Verði gangandi vegfarandi fyrir bílnum draga sveigjanleg svæði framan á bílnum og gúmmílisti í framstuðara umtalsvert úr hættu á meiðslum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×