Menning

Með viðurnefnið Bryndillinn

Draumabíll Guðmundar Hallgrímssonar, bústjóra á Hvanneyri, er Dodge Ambulance árgerð 1941. "Bíllinn var fluttur af hernum hingað til lands og var notaður til að keyra út sæði hér í Borgarfirði og einnig notaður sem skólabíll. Þetta er alvörubíll sem framleiddur var sem sjúkrabíll. Mér finnst bíllinn töff og er hrifinn af honum út af upprunanum og einfaldlega vegna þess til hvers hann var notaður á sínum tíma. Það er líka gaman að segja frá því að lengi vel gekk bíllinn undir nafninu Bryndillinn. Eftir góða nýtingu hafnaði hann að lokum hérna á Búvélasafninu á Hvanneyri," segir Guðmundur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×