Sport

Rússar unnu Slóvena

Tveimur leikjum er lokið í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Aþenu en það er riðill okkar Íslendinga. Rússar unnu Slóvena 28-25 og Spánverjar báru sigurorð af Suður-Kóreumönnum, 31-30, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Íslendingar spila við heimsmeistara Króata eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan 16:30. Slóveninn Miladin Kozlina stöðvar hér Rússann Oleg Kuleshov í leik þjóðanna í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×