Sport

Hef ekki verið sérstaklega góður

"Loksins sigruðum við," sagði Jaliesky Garcia Padron hlæjandi eftir leikinn. "Ég held að menn hafi verið svolítið stressaðir í fyrstu leikjunum en mönnum mun líða betur eftir þennan sigur. Við erum að leggja okkur mikið fram og eigum þetta skilið." Garcia hefur átt misjafna leiki í Aþenu en hefur aldrei misst kjarkinn og ávallt haldið áfram. Hann gerði það líka í gær og kom mjög sterkur inn í síðari hálfleiknum. "Ég veit ég hef ekkert verið neitt sérstaklega góður og það er kannski af því að ég vil gera svo mikið í einu. Strákarnir hafa verið duglegir að peppa mig upp og ég verð að vera einbeittari í mínum leik," sagði Garcia en hann telur að þetta hafi verið úrslitaleikur fyrir liðið. "Við sögðum að við yrðum að vinna þennan leik og við myndum ekki fá mikið fleiri tækifæri ef þessi leikur tapaðist. Við urðum að skemmta okkur og þegar við skemmtum okkur gengur allt betur. Mér líður alveg stórkostlega eftir þennan leik og er mjög hamingjusamur. Ég veit við eigum eftir að vinna fleiri leiki."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×