Sport

Tap í sínum 400. landsleik

Gamla kempan Guðmundur Hrafnkelsson gerði sér lítið fyrir í gær og lék sinn 400. landsleik. Hann fékk ekki að fagna tímamótunum með þeim hætti sem hann hefði helst kosið. "Það hefði vissulega mátt halda upp á þessi tímamót með öðrum hætti," sagði Guðmundur, sem komst sjálfur aldrei í gang og varði aðeins þrjú skot í leiknum. "Við komumst aldrei almennilega inn í þennan leik. Við fengum tækifæri til þess en þá nýttum við færin okkar illa. Við komumst aldrei almennilega í gang," sagði Guðmundur en hann segir að kóreska liðið hafi komið honum á óvart. "Þeir byrjuðu miklu hægar en ég átti von á. Það er erfitt að eiga við þessa stráka. Það er vissulega erfitt að spila svona snemma en það er engin afsökun. Menn eiga samt að geta tjúnað sig upp í svona leiki. Það er að sjálfsögðu komin ákveðin þeyta í menn en þeir eiga að þekkja það og geta unnið með því. Nú verðum við bara að þjappa okkur saman og leggja Rússana," sagði Guðmundur Hrafnkelsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×