Sport

Bandaríkin - Brasilía í úrslitum

Bandaríkjamenn og Brasilíumenn leika um gullið í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum á fimmtudaginn. Bandarísku stúlkurnar sigruðu heimsmeistara Þjóðverja með tveimur mörkum gegn einu í framlengdum leik. Kristine Lilly skoraði fyrir bandaríska liðið á 33. mínútu en Isabell Bachour jafnaði metin á síðustu mínútunni. Heather O´Reilly skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Brasilía sigraði Svíþjóð 1-0. Eina markið skoraði Pretinha á 64. mínútu. Úrslitaleikur Brasilíu og Bandaríkjanna verður sýndur beint á Sýn á fimmtudag. Á myndinni sjást bandarísku stúlkurnar fagna sigrinum yfir Þjóðverjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×