Sport

Karpov með forystu í tugþrautinni

Dmitri Karpov frá Kasakstan hefur forystu í tugþrautarkeppni karla á Ólympíuleikunum að loknum sjö greinum. Hann er með 6572 stig, er 166 stigum á undan Tékkanum Roman Zeberle. Bandaríkjamaðurinn Bryan Clay er í þriðja sæti, Bretinn Dean Macey í því fjórða og Bandaríkjamaðurinn Tom Pappas í fimmta sæti. 33 keppendur eru ennþá með í þrautinni en sex eru hættir, í þeim hópi Jón Arnar Magnússon og þrefaldur heimsmeistari, Tomas Dvorak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×