Erlent

Þúsundir flýja heimili sín

Hundruð þúsunda manna á suðurströnd Bandaríkjanna hafa rýmt heimili sín því búist er við að fellibylurinn Ívan, sem varð 70 manns að bana í Karabíska hafinu, gangi á land í dag. Stjórnvöld hafa beðið tvær milljónir manna um að flýja frá hættusvæðunum. Ekki er vitað nákvæmlega hvar fellibylurinn, sem hlotið hefur viðurnefndið "grimmi", muni fara yfir. Mesta hættan er talin vera á strandlengjunni frá Flórída til Lousiana. Í gær var búið að loka öllum flugvöllum og höfnum á hættusvæðunum og umferðarteppur voru á helstu þjóðvegum. Ástandið var sérstaklega slæmt á þjóðveginum sem liggur frá New Orleans en borgin er sú stærsta á hættusvæðinu sem er undir sjávarmáli. Talið er að ef Ívan grimmi fari á land við New Orleans muni það hafa hrikalegar afleiðingar í för með sér. Árið 1965 gekk fellibylurinn Betsy yfir New Orleans og varð hann 74 mönnum að bana. Betsy var mun veikari fellibylur en Ívan grimmi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×