Innlent

Yfir meðalhita 30 mánuði í röð

Hitastig í Reykjavík hefur nú verið yfir meðallagi í þrjátíu mánuði í röð. Meðalhiti í september var 9 gráður og er það 1,6 gráðu yfir meðallagi áranna 1961-1990. Mánuðurinn var samt fremur sólarlítill og úrkomusamur.  Á Akureyri var meðalhitinn 8,8 gráður og er það 2,6 gráðum ofan meðallags. Í Akurnesi var meðalhitinn 9,3 gráður og 4,5 gráður á Hveravöllum. Úrkoma í Reykjavík mældist 94 mm og er það um 40% ofan meðallags. Á Akureyri mældist úrkoman 57 mm og er það 58% ofan meðallags. Í Akurnesi mældust 238 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 103 eða 22 færri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 72 eða 14 undir meðallagi. Sumarið (júní til september) var hlýtt. Í Reykjavík var það hið fimmta hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Hlýrra var sumurin 1939, 1941, 1958 og 2003. Á Akureyri var sumarið einnig hið fimmta hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga en þar var hlýrra 1894, 1933, 1939 og 1941. Ómarktækur munur er á hita Akureyri í sumar og fyrrasumar. Sólskinsstundir sumarsins í Reykjavík mældust 753 og er þetta níunda mesta sólarsumar frá því að sólskinsstundamælingar hófust. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 682 og hafa þær aðeins fimm sinnum orðið fleiri á Akureyri að sumarlagi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×