Erlent

Jafntefli varamannanna

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og John Edwards, varaforsetaefni demókrata, tóku hvorn annan engum vettlingatökum þegar þeir mættust í kappræðum í fyrrinótt. Edwards sakaði Cheney um að vera ekki heiðarlegan við almenning um gang stríðsins í Írak og sagði að bandarískir hermenn væru 90 prósent þeirra sem féllu í Írak. Cheney svaraði honum fullum hálsi og sagði Edwards gera lítið úr fórnum íraskra hermanna og lögreglumanna, þeir væru nær helmingur fallinna. Cheney sagði að John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefði þrjátíu ára reynslu af því að taka vitlausa ákvörðun í varnarmálum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Edwards sagði reynslu Bandaríkjamanna af stjórn Bush slæma og að þjóðin hefði ekki efni á að hafa hann sem forseta í fjögur ár í viðbót. Umdeilt er hvor komst betur frá kappræðunum. Samkvæmt könnun ABC meðal líklegra kjósenda þótti Cheney hafa betur, en Edwards í könnun CBS meðal óákveðinna kjósenda.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×