Menning

Dísilvélar umhverfisvænn kostur

Í framtíðinni á að vera hægt að keyra dísilvélar án útblástursmengunar. Margar dísilvélar menga nú þegar afar lítið og stefnt er að því að draga enn frekar úr menguninni. Dísilbílar hafa þróast frá því að vera reykspýjandi og illa lyktandi yfir í það að vera svo umhverfisvænir að nánast má aka þeim innanhúss. Svo fullkominn er hreinsibúnaðurinn orðinn og þróuninni er hvergi nærri lokið. Auk þess fer eldsneytisnotkun dísilvélanna stöðugt minnkandi. Fram kemur í vefútgáfu norska blaðsins VG að norski bíla- og flugverkfræðingurinn Stein Bekkevold, einn ritstjóra Teknisk Ukeblad, telur að Fiat hafi nú náð lengst í þróun dísilvélarinnar. Lykillinn mun vera að auka kraftinn í innspýtingunni og þar með nýtingu eldsneytisins. Að mati Bekkevolds hefur Toyota hins vegar náð bestum árangri í þróun hreinsibúnaðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×