Erlent

Konurnar hrifnar af Kerry

Mjótt er á munum milli demókratans Johns Kerry og sitjandi forseta, George W. Bush í Bandaríkjunum. Eins og danska fréttablaðið, Politiken greinir frá, eru konurnar frekar hrifnar af Kerry en karlarnir af Bush. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun fréttastofunnar Reuters en samkvæmt henni fær Bush fimmtíu prósenta fylgi karla en Kerry aðeins 43 prósent. Á meðan fær Kerry 49 prósenta fylgi kvenna á meðan Bush fær fjörutíu prósent. Engin leið er að spá fyrir um sigurvegara þar sem margir eru óákveðnir og getur fylgi frambjóðenda sveiflast upp og niður á næstu dögum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×