Erlent

Bush fengi fleiri kjörmenn í dag

George W. Bush Bandaríkjaforseti næði endurkjöri ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri kosningaspá CNN sjónvarpsstöðvarinnar. John Kerry er hins vegar í sókn og getur velgt honum verulega undir uggum, segir í sömu spá. CNN kannaði hvaða ríki hvor frambjóðandi er líklegri til að sigra í og hversu marga kjörmenn þeir fá samkvæmt því. Staðan nú er sú að Bush fengi 301 kjörmann en Kerry 237. Kerry sækir þó á í sjö ríkjum þar sem mjótt er á munum. Nái hann að hafa betur í tveimur þeirra, Ohio og Flórída fær hann 285 kjörmenn en Bush 253.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×