Innlent

Geðlæknar hópast utan í boðsferðir

Á annan tug íslenskra geðlækna koma heim í dag frá Stokkhólmi, þar sem þeir dvöldust í boði lyfjafyrirtækja. Sömu geðlæknar ávísa sjúklingum lyf frá þeim fyrirtækjum sem buðu þeim í ferðina. Geðlæknaskortur hefur verið á Landspítalanum vegna ferðalagsins. Lyfjafyrirtæki eru sögð hafa greitt geðlæknum laun í sólarlandaferðum. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, segir lyfjafyrirtækin vefja læknum um fingur sér. Nánar í DV í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×