Erlent

Mary Poppins á kjörskrá

Rannsókn málsins leiddi í ljós að 22 ára Bandaríkjamaður hefði falsað og fyllt út yfir hundrað skráningareyðublöð, en í Bandaríkjunum verða þeir að skrá sig fyrirfram sem vilja kjósa í almennum kosningum í landinu. Maðurinn átti að fá greiðslu fyrir hvert eyðublað sem hann fékk væntanlega kjósendur til að fylla út. Þess í stað fyllti hann eyðublöðin sjálfur út og hirti greiðsluna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×