Innlent

Kaup bújarða gagnleg þróun

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra segir enga ástæðu til að grípa til aðgerða vegna kaupa auðmanna á bújörðum og samþjöppun framleiðsluréttar. "Við megum ekkert gera til að stöðva þessa þróun sem er á margan hátt mjög gagnleg" sagði landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi. Málshefjandi Jón Bjarnason, alþingismaður vinstri-grænna sagði að nú væru tugir jarða í eigu sama lögaðila. "Það heyrir ekki lengur sögunni til að íslenskir bændur séu réttlitlir leiguliðar auðmanna." Fullyrti þingmaðurinn að stuðningur við landbúnaðinn hafi verið ætlaður til að halda dreifbýli í byggð væri nú notaður til að fjármagna skipulögð uppkaup á jörðum. "Forsendur núverandi búvörusamninga í mjólk og sauðfjárafurðum hljóta að vera í uppnámi." Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra dró upp allt aðra mynd af stöðu íslensks landbúnaðar en þingmaður vinstri grænna. Sagði hann að þegar hann tók við embætti fyrir rúmum 5 árum hefði hann verið grátbeðinn um að kaupa bújarðir til að "leysa bændur úr ánauð". Nú væri það heiðursnafnbót og tíska að vera bóndi. "Sveitirnar eru að rísa til sóknar á ný." Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar sagði að það væri fáranlegt að ríkisvaldið styddi fjarstadda auðmenn búandi vísðfjarri til mjólkurframleiðslu með vinnuafli á meðan margir bændur þyrftu að eiga kost á meiri framleiðslurétti. Nær væri að stuðningur ríkisins kæmi til þeirra."Hugsun löggjafans nýlegum samningi við mjólkurframleiðendur var stuðningur við neytendur og að styrkja stöðu þeirra sem hafa framfæri af landbúnaði ekki að búa til lénsbændur og vinnuhjú." Sagði Anna Kristín stuðning ríkisins við landbúnaðinn vera á villigötum þegar hann lenti annars vegar vasa ríkisbubba sem ekki hafa framfærslu af landbúnaði og héldi hins vegar bændum í fjötrum fátæktar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×