Innlent

Sjálfsmorðsárásin rædd á Alþingi

Árásin á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl verður til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Það er Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem fer fram á umræðuna en Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður til svara. Herklæðnaður og vopnabúnaður friðargæsluliðanna hefur verið gagnrýndur eftir árásina sem kostaði þrjá lífið. Þá er tilgangurinn með bæjarferð Íslendinganna umdeildur en mennirnir stóðu í teppakaupum þegar þeir urðu fyrir árás.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×