Innlent

Yfirmaðurinn leystur frá störfum

Yfirmaður flugvallarins í Kabúl hefur verið leystur frá störfum fyrr en áætlað var vegna árásarinnar á íslensku friðargæsluliðana á dögunum. Nýr yfirmaður á vellinum á að endurskoða öryggismálin þar. „Eru Íslendingar herlaus þjóð,“ var spurt á Alþingi í dag og deilt var um svarið.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, vakti umræðu á stöðu friðargæsluliðanna við utandagskrárumræðu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði það alveg ljóst að Íslendingarnir í Kabúl sinni borgaralegum störfum, s.s. kennslu og þjálfun í brunavörnum og flugumferðarstjórn. Á hinn bóginn hljóti friðargæslumenn á slíkum svæðum að vera til þess færir að verja sig, ef til árása á þá kemur.  Stöð 2 hefur undir höndum nánari upplýsingar um atburðin í Kabúl sem fengast hafa eftir umsókn á grundvelli upplýsingalaga. Þar kemur fram að eftir skoðun á vettvangi var það niðurstaðan fyrir verslunarferðina umtöluðu að viðkoma í versluninni yrði að vera stutt og vörur tilbúnar þegar þangað væri komið. Reyndin varð svo önnur. Komið var að versluninni klukkan korter yfir tvö en árásin var gerð korter yfir þrjú. Þá hafði Ásgeir Ásgeirsson, yfirmaður öryggisgæslunnar, gefið til kynna með fasi og látbragði að nú yrðu þeir sem inni voru að drífa sig. Nú hefur yfirmaður flugvallarins, Hallgrímur Sigurðsson, verið kallaður heim, fyrr en áður hafði verið ráðgert vegna málsins. Nýr yfirmaður á að kanna í samstarfi við Hallgrím öryggismál á flugvellinuml.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×