Erlent

Verðum að græða sárin

"Við getum ekki unnið þessar kosningar," sagði John Kerry öldungadeildarþingmaður þegar hann viðurkenndi ósigur sinn í bandarísku forsetakosningunum í gær. Hann lagði áherslu á að hefjast þyrfti handa við að sætta landsmenn eftir þær deilur sem hafa klofið þá undanfarin misseri. "Við töluðum um hættuna á klofningi þjóðar okkar og þörfina, brýna þörf, fyrir einingu, að finna sameiginlegan grundvöll til að taka höndum saman," sagði Kerry. "Ég vona að við getum byrjað að græða sárin." Kerry neitaði að viðurkenna ósigur í fyrrinótt meðan hann og aðrir demókratar töldu enn möguleika á sigri í Ohio. Síðdegis í gær hringdi hann hins vegar í George W. Bush, viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×