Innlent

Heimsækja japanska þingið

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og nokkrir þingmenn, ásamt eiginkonu Halldórs og forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis, munu halda til Japans á morgun í boði forseta efri deildar japanska þingsins. Þingmennirnir sem um ræðir eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Jóhann Ársælsson og Steingrímur J. Sigfússon. Sendinefndin mun heimsækja Tókýo og Kyoto. Rætt verður við forseta efri og neðri deildar japanska þingsins, ráðherra og þingmenn. Forseti Alþingis og eiginkona hans munu jafnframt hitta japönsku keisarahjónin. Heimsóknin stendur til 16. nóvember.  


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×