Innlent

Vilja endurgreiða í Lató-peningum

Latibær ehf. hefur ekki ákveðið hvort dómi um að hann skuli endurgreiða lán frá Nýsköpunarsjóði, með hlutabréfum upp á tugi milljóna, verði áfrýjað. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að þeir vilji helst endurgreiða með Lató-peningum. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins veitti á sínum tíma Latabæjarverkefninu lán upp á tuttugu milljónir króna. Í samningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til þess að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu. Nýsköpunarsjóður ákvað að nýta sér þessa heimild en um það varð ágreiningur við Latabæ. Héraðsdómur dæmdi í gær Latabæ til þess að greiða sjóðnum með hlutabréfum að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Hlutabréf í Latabæ hafa hins vegar hækkað gríðarlega og raunvirði bréfanna hleypur á tugmilljónum króna. Talsmaður Latabæjar sagði í samtali við fréttastofuna að stjórn fyrirtækisins ætti eftir að fjalla um þennan dóm og viðbrögð við honum. Hann sagði að jafnvel þótt dómurinn stæði hefði það engin áhrif á rekstur Latabæjar, enda væri hann í stöðugri sókn á alþjóðavettvangi. Nú síðast hefðu verið gerðir samningar í Kanada og Þýskalandi og Latibær væri því kominn á 400 milljón manna markað. Talsmaðurinn sagði að þeir vildu gjarnan endurgreiða lánið með Lató-peningum, en ekki væri víst að Nýsköpunarsjóður féllist á það.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×