Innlent

Fær bætur vegna uppsagnar

Hæstiréttur dæmdi Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli til að greiða fyrrum starfsmanni bætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir að ýfingar höfðu orðið á milli hans og yfirmanns hans. Hann sló kaffibolla úr hendi yfirmannsins að mörgum mönnum ásjáandi. Ekki var talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás. Því var háttsemi mannsins ekki talin svo alvarleg að fyrirvaralaus uppsögn væri réttlætanleg. Fékk maðurinn því greiddar tæplega 700 þúsund krónur í bætur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×