Sport

Úrslit í körfunni í kvöld

Sex leikir fóru fram í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Haukar tóku á móti efsta liðinu, Njarðvík, og höfðu betur 91-83. Í keflavík sigruðu heimamenn Fjölni örugglega með 22 stiga mun, 96-74. KR tapaði heima fyrir Grindavík 90-94, ÍR sigraði Hamar/Selfoss 98-83, Skallagrímur vann KFÍ 98-82 á Ísafirði og loks sigraði Snæfell Tindastól á Króknum 96-72. Eftir leiki kvöldsins eru þrjú lið efst og jöfn að stigum, Njarðvík, Keflavík og Snæfell, en þau hafa öll 16 stig. Skallagrímur hefur 14 stig og ÍR og Grindavík 12.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×