Sport

Keflavík tapaði gegn Fribourg

Keflavík lék sinn fyrsta leik í úrslitum bikarkeppni Evrópu í kvöld þegar liðið sótti Benetton Fribourg Olympic frá Svisslandi heim. Heimamenn byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 35-21. Keflvíkingar voru ekki af baki dottnir og náðu með stórleik frá Anthony Glover að komast yfir í þriðja fjórðungi. Fribourg var hins vegar sterkara í lokaleihlutanum og stóð uppi sem sigurvegari, 103-95. Anthony Glover fór hamförum í leiknum og var langbestur í liði Keflavíkur, skoraði 46 stig. Jón N. Hafsteinsson var einnig drjúgur og skoraði 18 stig. Seinni leikur liðanna fer fram í Keflavík á fimmtudaginn kemur en Keflavík verður að vinna þann leik til að knýja fram oddaleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×