Innlent

Dómur fyrir kannabisræktun

Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta og hafa í sinni vörslu um 180 kannabisplöntur í kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Á heimili mannsins fundust tólf plöntur til viðbótar, fræ og lauf. Talið er að ræktunin hafi farið fram á heimili mannsins og einnig í kartöflugeymslunni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×