Sport

Ranieri rekinn frá Valencia

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri spænska liðsins Valencia, var látinn taka poka sinn eftir aðeins 8 mánaða dvöl hjá liðinu. Forráðamenn liðsins tóku þessa ákvörðun eftir að liðið féll óvænt úr UEFA bikarkeppninni gegn Steaua Bucharest í gær og var þetta tilkynnt á blaðamannafundi fyrr í dag. Antonio Lopez, fyrrum aðstoðarþjálfari Valencia sem starfaði samhliða Rafael Benitez, mun taka við stjórn liðsins þangað til arftaki Ranieri finnst. "Úrslitin upp á síðkastið hafa ekki verið okkur að skapi og Claudio Ranieri skilur afstöðu okkar til fulls," sagði Juan Bautista Soler, forseti Valencia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×