Sport

Sjaldgæf staða í þýska bikarnum

Sú fordæmalausa staða getur nú mögulega komið upp í þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu að Bayern München og leiki til úrslita um titilinn en bæði lið eru inni í 8 liða úrslitum sem hefjast í kvöld. Varalið Bayern á þá heimaleik gegn ríkjandi bikarmeisturum Werder Bremen nú kl 18.30 en aðalliðið heimsækir Freiburg annað kvöld. Þýskaland er ein af fáum Evrópuþjóðum sem leyfa þátttöku varaliða í landskeppnum en varalið Bayern leikur í 3. deildinni þar sem liðið er í 5. sæti af 18 í suður-riðli. Reglur í Þýskalandi kveða þó á um að lið frá sama félagi mega ekki dragast saman í bikarkeppni þannig að þau þyrftu bæði að ná alla leið í úrslitaleikinn ef úr á að verða innanfélagsslagur um titilinn. Þá myndi varaliðið tryggja sér Evrópusæti og hefur knattspyrnusamband Evrópu ákveðið að fylgjast grannt með framvindu og fyrirkomulagi mála hjá Bayern. Það eru svo sem engir aukvisar sem skipa varalið Bayern München sem tekur á bikarmeisturunum í kvöld. Felix Magath þjálfari aðalliðsins hefur gefið grænt ljós á að varaliðið megi nota Michael Rensing, Thomas Linke og Alexander Zickler sem eru löglegir með liðinu auk Thorsten Fink sem er fastur byrjunarliðsmaður. Í kvöld mætast einnig; Arminia Bielefeld - Hansa Rostock Schalke - Hannover



Fleiri fréttir

Sjá meira


×