Menning

Lína fer í frí

Sænska ofurstelpan Lína Langsokkur kveður íslensk börn í bili á sunnudaginn. Þá verður leikritið um Línu sýnt í síðasta sinn á sviði Borgarleikhússins. Leikritið hefur verið sýnt 85 sinnum frá frumsýningunni í september 2003 og segir í tilkynningu frá leikhúsinu að yfir 40.000 gestir hafi séð leikritið. Borgarleikhúsfólk segja að hugsanlega fari Lína nú í ferðalag með föður sínum Langsokki skipstjóra og vitji svo aftur íslenskra barna eftir nokkur ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×